Uppfært október 2010:
Það er gott út af fyrir sig að vera komin til Stansted, en síðan er að velja ferðamáta inn í borg ef ætlunin er ekki að gista í nágrenni flugvallarins. Það er óneitanlega freistandi að velja Stansted Express lestina sem tekur aðeins um 45 mín til Liverpool Station, en eins og gengur og gerist er það dýrasti kosturinn fyrir utan að taka hreinlega leigubíl. Miðinn fram og til baka kostar 18.80 pund aðra leiðina (október 2010) og 26.70 pund ef miðinn er keyptur á netinu.