« Að komast frá Stansted inn í London | Aftur á aðalsíðu | British Airways - ferðatilboð til 25. janúar »

Ítalía - Yfirlit

Italski_faninn_1 Almennur fróðleikur 

Yfirlitskort um Ítalíu eða kort af tilteknum svæðum á Ítalíu

Yfirlit: Ítalía - land og þjóð
Saga Ítalíu
Gagnlegar staðreyndir og tölulegar upplýsingar um Ítalíu

Gisting

Hótel og ýmsir gistimöguleikar frá Hotel Club og Venere.
Til leigu sumarhús og íbúðir frá E-domizil
Til leigu sumarhús og íbúðir frá MyVillaRenters.com

Samgöngur

Það eru margar leiðir til að koma sér til Ítalíu. Einn þeirra er að fljúgja með Iceland Express til London í gegnum Stansted flugvöll. Þaðan fljúga m.a. lágfargjaldaflugfélögin Air Berlin (Mílanó, Róm, Napólí og Catanía), Ryanair og EasyJet til ótal staða á Ítalíu.

Fyrir þá sem ætla sér að aka um Ítalíu hægt að verða sér út um leiðbeiningar um akstursleiðir frá Michelin.

Bakpokaferðalangar geta hins vegar kynnt sér lestaráætlanir og í sumum tilvikum keypt sér lestarmiða í gegnum netið.

Ferðahandbækur

Ég hef sjálf mikið notað ferðabækur frá Lonely Planet og get hiklaust mælt með þeim. Þær veita passlega miklar upplýsingar en taka þó með það helsta og miða gjarnan við ferðalanginn sem er að “spara”. Ég hef líka góða reynslu af grænu handbókunum frá Michelin, sérstaklega ef um er að ræða að fletta markvisst upp einum og einum stað.

Ferðamálaráð og upplýsingamiðstöðvar

ENIT – ferðamálaráð Ítalíu - mjög góður upplýsingavefur til að byrja á. Ég fletti gjarnan upp upplýsingamiðstöð ferðamála á hverjum stað fyrir sig, sendi þangað tölvupóst og bið um bæklinga. Bæklingarnir koma svo í hefðbundnum sniglapósti eftir 1-3 vikur ef allt gengur að óskum. Sérstaklega finnst mér gagnlegt að fá á þennan hátt kort af bæjum og borgum fyrirfram og geta verið búin/nn að spá og spekúlera áður en komið er á staðinn.

Fréttir og veður

Fréttir frá Ítalíu á ensku í gegnum Topix.net eða Moreover.

Veðrið á Ítalíu frá BBC – þar sem hægt er að skoða 5 daga spá fyrir 95 borgir og bæi.

Ítalskur matur

Forfallnir aðdáendur ítalskrar matargerðar geta kynnt sér uppskriftir frá Ítalíu allt frá brauði og ýmis konar forréttum (antipasti) upp í pasta- og kjötrétti af ýmsu tagi og jafnvel ís!

Að kaupa hús á Ítalíu

Ég geri stundum grín að því við vini og kunningja að í ellinni muni ég kaupa mér hús á Ítalíu - í miðju Toscana héraði... sumir bíða ekki svo lengi :-) svo hér er góð bók fyrir alla sem hugsa sér til hreyfings: Buying a house in Italy.

Ítalska

BBC býður upp á skemmtilegt námsefni í þýsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Einnig er hægt að mæla með námefninu Talk Italian (bók + geisladiskar) fyrir ferðalanga, með öllu því helsta sem þarf til að bjarga sér.

Gagnlegar slóðir

Undirbúningur ferðar
Hvar er næsti hraðbanki?
Heilsan á ferðalagi
Veikindi á ferðalögum
Hvar er næsta "netcafe"?

desember 29, 2004 in * Ítalía | Prentvænt