Það barst skemmtileg ábending um "bændagistingu" á Ítalíu, rétt hjá bænum Bagni di Lucca og í um 25 km fjarlægð frá borginni Lucca (og 50 km frá Pisa). Staðurinn, sem er nánast nýr, heitir La Torre (turninn) og stendur í afskaplega fallegu umhverfi uppi í sveit. Um er að ræða nokkrar íbúðir, misstórar (42 til 76 fermetrar) og hýsa 2-4. "La Torre" fær afar góða umsögn íslenskrar fjölskyldu sem þarna dvaldi.
Á staðnum er sundlaug (sölt - ekkert klór!) boccia, leikvöllur fyrir börn, göngustígar, fjallahjól og hægt að fá námskeið í ítalskri matreiðslu ásamt vínsmökkun. Hljómar vel, ekki satt? Nánari upplýsingar á http://www.agriturismolatorre.it/ - og netfangið: [email protected].
Ryanair flýgur frá London Stansted til Pisa.