Það er vel hægt að mæla með ferðahandbókum frá Lonely Planet. Sagt er frá héruðum og borgum/þorpum hvers lands í nokkuð samþjöppuðu formi og hverjum stað fylgja leiðbeiningar um gististaði, veitingastaði og það helsta sem er að sjá og margt fleira. Einnig fylgja léttir og skemmtilegir litlir kaflar um ýmis sérkenni, siði, sögu eða merkar perónur á víð og dreif í bókunum sem gefa efninu skemmtilegan blæ.