Það er líklegt að þeir sem leggja leið sína til Vínarborgar, láti ekki nægja að skoða borgina "utan frá", heldur hafi líka áhuga á að sækja tónleika, fara í Óperuna, líta inn í Keisarahöllina, skoða glæsileg híbýli í Schönbrunn höllinni ... svo eitthvað sé nefnt.
Hótel og ýmiskonar gisting í Vín
Mér hefur reynst vel að byrja dvöl í Vínarborg á því að heimsækja upplýsingamiðstöð ferðamála: Tourist Info Vienna, Vienna 1, Albertinaplatz / Maysedergasse, í grennd við Ríkisóperuna. Opið daglega frá kl. 9 - 17. Þar er hægt að fá margskonar bæklinga og hægt að gera sér grein fyrir hvað er á döfinni.