Margir hafa prófað íbúðaskipti í sumarfríinu. Einhverjir auglýsa í dagblöðum, eða jafnvel á póstlistum ýmissa fagfélaga. Enn aðrir nýta sér vefsíður sem sérstaklega eru upp settar í þessum tilgangi og auglýsa/miðla upplýsingum milli áhugasamra fyrir ákveðna þóknun.
Þeirra stærstar eru:
- Homeexchange.com
- Intervacus.com (aðalllega Evrópa)
- Homelink.org
Ferðalangur hefur nýtt sér þetta og hikar ekki við að mæla með þessari reynslu. Þetta er einstakt tækifæri til að dvelja í öðru landi án þess að leggja í alltof mikinn kostnað.
Uppfært nóv. 2010
