Prag er "stemming". Prag er menning. Prag er list. Prag er …. engu lík. Þangað er hægt að koma aftur og aftur og njóta hvers einasta andartaks. Borgin er þó ekki öll jafn falleg. Gangið aðeins út fyrir miðborgina og þá gefur að líta grámuskulegar íbúðablokkir sem minna á árin áður en "járntjaldið" féll.
Einhvern veginn hefur mér alltaf þótt Prag vera svo langt í burtu - en hið rétta er að það eru ekki nema 384 km milli München og Prag og 294 km milli Vínarborgar og Prag. Vegalengd sem lítill vandi er að fara á hluta úr degi.
Að koma til Prag
Ef komið er akandi til Prag frá t.d. Austurríki liggur leiðin í gegnum afskaplega fallegt, skógi vaxið landslag og akra. Vegirnir eru yfirleitt frekar mjóir og vart hægt að aka á meira en 80-90 km hraða.
Lágfargjaldaflugfélög eins og Ryanair og Easyjet fljúga meðal annars til Prag.
Gisting
Það er vægast sagt um margs konar gistingu að ræða, hótel af öllum stærðum, gerðum og gæðaflokkum í Prag. Einnig er oft hægt að leigja íbúðir á hagstæðu verði.
Helstu upplýsingar