Með tjaldið til meginlandsins.... það er vissulega einn af nokkrum ferðamöguleikum sem okkur bjóðast. En það er öruggara að vera búinn að sjá fyrir sér tjaldstæði og aðstæður. Sjálfsagt er að senda fyrirspurnir á tjaldstæðin og forvitnast eftir þörfum.
Tvær slóðir sem geta létt fólki leitina:
Interhike:
Hér er hægt að smella á tiltekin lönd, síðan héruð og finna lista yfir tjaldstæði þar. Í mörgum tilvikum er hægt að fá götukort af staðnum, þar sem tjaldstæðið er sérstaklega merkt inn á - mjög þægilegt.
Karmabum:
Upplýsingum skipt eftir Norður-Evrópu og "Mediterranean". Síðan er hægt að smella á einstök lönd þar sem sýndir eru ýmsir gagnlegir tenglar um tjaldstæði og góðar ábendingar. Síðan er svolítið "kaótísk" en engu að síður má finna þarna ágætar upplýsingar.