Hvernig leit uppáhaldsborgin þín út fyrir 300 árum? En fyrir 500 árum eða fyrr? Á vefsíðunni Historic Cities er hægt að skoða gömul kort af ótal borgum, bæði í Evrópu og víðar.
Ímyndaðu þér París á 16. öld eða Prag árið 1493! Stórkostleg síða þar sem hægt er að skoða kortin í mismikilli upplausn (low or high resolution).