Sviss er ekki eingöngu paradís hjólreiðamanna heldur einnig göngufólks. Fjölbreyttar gönguleiðir gera það að verkum að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er í aflíðandi hæðum, þröngum eða víðum dölum eða í snarbröttum fjallshlíðum.
Stólalyftur og kláfar létta göngufólki lífið og flytja það til gönguleiða sem annars væri ekki svo auðvelt að finna. Hæfilega frumstæðar veitingastofur og fjallakofar prýða leiðirnar svo að sjaldnast eru nema 3-4 tímar í kaldan bjór og heita máltíð.
Merkingar gönguleiða eru til sóma, þar sem sjá má hæð yfir sjávarmáli og áætlaða göngulengd.
Vefsíðan MySwitzerland.com veitir upplýsingar um margvíslega gönguleiðir, þar af 32 þær vinælustu í Sviss, ásamt leiðbeiningum um Nordic Walking, þ.e. göngur með göngustöfum.
Skoðið einnig vefsíðu The Swiss Hiking Federation.