Fyrir nokkrum árum lenti ég í smá ævintýri við komu til Stansted flugvallar frá Keflavík. Ég hafði eytt fleiri klukkutímum á Netinu í leit að ódýrri gistingu í nágrenni Stansted og ákvað loks að panta hjá Bonningtons Guest House vegna þess að þar var bæði gistingin ódýr og innifaldar ferðir til og frá flugvelli. - Þegar ég hringdi hins vegar af flugvellinum, kannaðist enginn neitt við neitt og pöntunin mín fannst hvergi.
Mér var þó leiðbeint um það hvernig finna mætti annan stað og til að gera langa sögu stutta, endaði ég í yndislegu herbergi ennþá nær Stansted (5 mín.) og enn ódýrara en hitt. Gistingin var í High Trees (B&B) hjá afskaplega notalegri konu, Jean Jennings. Allt var óskaplega snyrtilegt og morgunverðurinn indæll.
Þarna hef ég síðan gist mörgum sinnum og kann vel að meta hversu stutt þetta er frá flugvellinum og herbergin snyrtileg og á góðu verði.
Fleiri hótel og gistimöguleikar við Stansted flugvöll
Uppfært nóv. 2010