Komin er út forvitnileg bók eftir bandaríska rithöfundinn Barböru Hodgson, Italy Out of Hand: A Capricious Tour. Þetta er ekki hefðbundin ferðahandbók í þeim skilningi, heldur óvenjuleg samantekt um Ítalíu eftir héruðum, um ýmislegt sem við vitum ekki, né rekumst á í hefðbundnum ferðahandbókum. Litríkar persónur, lítt þekkt sögubrot, sérkennilegir staðir á Ítalíu og margt fleira. Hér er m.a. að finna frásögn af hinni sérkennilegu ferð skoska rithöfundarins James Boswell's til Ítalíu árið 1765, þar sem markmiðið var að sænga hjá eins mörgum konum og unnt var... |