Hér kemur frábær síða fyrir Lundúnafara - London Transportation. Allt um ferðir innan London (í víðustu merkingu) hvort sem um er að ræða lestir, neðanjarðarlestir, strætisvagna, báta eða sporvagna. Þú velur ferðamátann, slærð inn brottfararstað og ákvörðunarstað í Journey Planner og skoðar síðan tillögur um ferðatilhögun, kort, tímasetningar, tímalengd o.fl.
Á síðunni birtast einnig ýmis konar tilkynningar um umferðina í London og vandamál á einstaka leiðum.
Dæmi: Ég sló inn brottfararstað "Marble Arch" og áfangastað "London Heathrow". Valdi síðan "airport central" og fékk m.a., auk nákvæmra upplýsinga, uppgefið að það væru vandamál á þessari leið í augnablikinu.
Hótel í London og fjölbreyttir gistimöguleikar
Uppfært nóv. 2010