Á bak við Ferðalang stendur Margrét Gunnarsdóttir, upplýsingafræðingur, fararstjóri erlendis af og til og forfallinn ferðalangur.
Tilgangurinn með Ferðalangi er að miðla fróðleik til sjálfstæðra ferðalanga; þeirra sem hafa gaman af að ferðast um Evrópu á eigin vegum (á hagkvæman hátt) og njóta þess að lesa sér til áður en haldið er af stað. Á Ferðalangi er einnig hægt að bóka fjölbreytta gistingu, bílaleigubíla og annað sem viðkemur ferðalögum á hagstæðu verði. Ferðalangur er með leyfi sem bókunarþjónusta frá Ferðamálaráði.
Ferðalangur.net tengist engri ferðaskrifstofu. Ferðalangur er fyrst og fremst áhugamál, en ef bókuð er gisting, bílaleigubíll, sumarhús, heimagisting o.fl. í gegnum rauðu hnappana hér til hilðar, styrkir það útgáfu hans.
Allar ábendingar og fyrirspurnir vel þegnar.
[email protected]
Góða ferð!