Er eitthvað vit í að taka börnin með til London? Því svarar Sarah Lyall í grein sinni Buskers, Bunkers, Free Museums and a Cool Maze og kemur með góðar ábendingar um hvað hægt sé að gera með börnum í London.
Hún nefnir til gamans Disney verslunina í Regent Street, Hampton Court Palace, Cabinet War Rooms, Tate safnið, Kew Gardens og margt fleira. Skemmtileg grein þar sem einnig er hægt að finna tillögur um veitingastaði sem gaman er að fara á með yngri kynslóðinni.