Opnað hefur verið afar óvenjulegt og skemmtilegt "safn" Paleosite í Saint-Césaire, 140 km norður af Bordeaux í suðvestur Frakklandi, sem gefur innsýn í líf Neanderdalsmannsins.
Árið 1979 fundu fornleifafræðingar beinagrind tvítugrar Neanderdalstúlku sem fékk viðurnefnið "Pierrette". Sá fundur hristi allverulega upp í þeirri vitneskju sem menn höfðu haft um Neanderdalsmanninn, vitsmuni hans og getu.
Paleosite veitir innsýn í líf Pierrette og ættflokks hennar með aðstoð tækni sem líkast til er varla hægt að bera saman við annað safn. Paleosite nær yfir 2000 fm svæði og á fimmtán mínútna fresti er hleypt inn 60 manna hópi - "ættflokki". Aðgangur er 9 evrur fyrir fullorðna og 5.50 evrur fyrir börn (júní 2005).
Vefsíða Paleosite (svo sannarlega þess virði að skoða!): http://www.paleosite.fr/