Afhverju ekki að fara í gönguferð á Írlandi? Fyrir göngugarpa er upplagt að skoða t.d. eina af 30 nafntoguðum og löngum gönguleiðum sem nefnist Dingle Way og liggur nánar tiltekið á milli Anascaul og Dingle í West Kerry á Írlandi. Ef leiðin er gengin öll, er hún um 179 km og best að ætla sér a.m.k. 8 daga til að ljúka henni. Síðan er auðvitað hægt að taka styttri leggi.
Meiri upplýsingar um gönguleiðina m.a. hjá fyrirtækinu South West Walks Ireland.