Það getur verið býsna gaman að ferðast um í lestum í Evrópu. Oftast setur maður "hugann" í ákveðnar stellingar þar sem uppskriftin að rétta hugarfarinu innifelur m.a. aukaskammt af þolinmæði, ásetning um að vera tilbúinn að spjalla við samferðafólkið, jafnaðargeð þó e.t.v. fáist ekki alltaf sæti og svo loks nóg af lesefni!
Með þessum hætti nálgast maður oft landið sem ferðast er um á allt annan og skemmtilegri hátt en á sínum "einkabíl". - En... á að kaupa einstaka miða eða lestarpassa?
Í greininni Pass on Passes, Get Rail Savings Directly from Operators' Sites af vefsíðu Frommers.com er ágæt umfjöllun um lestarmiða og kaup á þeim. Bent er á að það sé ekki alltaf besta lausnin að kaupa "lestarpassa", heldur sé í mörgum tilvikum hægt að kaupa miða á netinu með GÓÐUM FYRIRVARA beint frá lestarfyrirtækjunum sjálfum ("operators") oft með heilmiklum afslætti. Á móti kemur að til þess að geta nýtt sér góð tilboð, er betra að geta verið sveigjanlegur með dagsetningar.
Þetta gildir ekki síst um Frakkland, Þýskaland og England.
Frakkland: http://www.voyages-sncf.com/ smella á breska flaggið til að komast á ensku síðuna.
Þýskaland: www.bahn.de og smella á English.
England: Hér vandast málið - fyrirtækin eru býsna mörg. Farið fyrst á www.rail.co.uk og smellið á "Timetables on the Net." Setjið inn ferðalýsingu og smellið á "Get train times." Smellið síðan á stækkunarglerið yfir lestaráætluninni sem hentar. Skoðið hver er "operator" og skrifið það niður. Farið síðan aftur á www.rail.co.uk. Smellið á "Train Operating Companies" og síðan á lógóið sem við á. Þegar loks er komið inn á síðu fyrirtækisins er hægt að kaupa miða.
Meira um þetta í greininni hér að ofan.