Rauðvín og ostur er meðal þess sem prófa þarf á eyjunni Korsíku (íbúar um 260.000), ásamt fylltum eggaldinum, kálfakjöti með ólívum og að sjálfsögðu fiskmeti.
Eyjan liggur 170 km fyrir sunnan suðurströnd Frakklands og er fjórða stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu á eftir Sikiley, Sardiníu og Kýpur. Aðeins11 km skilja hana frá Sardiníu.
Vert er að geta þess að Napóleon fæddist á Korsíku í bænum Ajaccio og enn má líta Maison Bonaparte þó það sé farið að láta á sjá.
Best er að fara til Korsíku á bilinu apríl - október en mest er af ferðamönnum í júlí og ágúst, þrátt fyrir að eyjan geti með engu móti talist ódýr. En hvítar sandstrendur og mikilfenglegt landslag eyjarinnar er enn að mestu ósnortið og ekki ólíklegt að margir séu tilbúnir að greiða fyrir það! Til eyjarinnar koma gjarnan franskir og ítalskir ferðamenn og einnig Bretar þó í minna mæli sé.
Ferðamálaráð
www.visit-corsica.com
Gisting
Hótel og gististaðir frá Venere