Porec, í Króatíu, er einn af elstu bæjum á Istriaskaganum og jafnframt einn vinsælasti ferðamannabærinn.
Rómverjar gerðu sig heimakomna á þessum slóðum, m.a.s. fyrir Kristsburð svo og Feneyingar sem þarna sátu við völd á 13. - 18. öld og skildu eftir sig ýmiskonar minjar.
Vefsíða ferðamálaráðs
http://www.istra.com/porec/eng/
Netfang: [email protected]
Gisting í Porec
Fjölbreytt gisting í Porec
Flug
Með Ryanair frá London Stansted til Trieste á Ítalíu eða með EasyJet frá London Stansted til Ljubliana í Slóveníu.
Stór var hugsað hjá biskupnum Eufrasiusi í Porec sem uppi var á 6. öld og lét reisa heljarmikla basiliku í býzönskum stíl sem heitir raunar í höfuðið á honum. Euphrasius basilikan er mikilvægasta byggingin á þessu svæði, byggð ofan á rústum annarrar gamallar basiliku. í bysanzstíl.
Basilikan komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Þar er hægt að komast upp í turninn sem býður upp á skemmtilegt útsýni yfir Porec. Í basilikunni eru oft haldnir klassískir tónleikar, oftast á föstudögum frá maí - september.
Jazzkonsertar með þekktum króatískum listamönnum eru gjarnan haldnir í bakgarði safns í Porec sem kallað er "Native museum of Porec" í júní og júlí, oftast á miðvikudögum.
Frá Porec er hægt að komast í fjölbreyttar skoðunarferðir, m.a. í bátsferðir til Feneyja fyrir þá sem áhuga hafa og til Limski fjarðar og bæjarins Rovinj. Einnig er hægt að fara og skoða stórbrotna náttúrufegurð Plitvice vatnanna og undraveröld Postojna hellanna.
Ef farið er út að borða á þessum slóðum mætti forrétturinn gjarnan vera ostrur frá nærliggjandi Limski firði, kolkrabbi (smokkfiskur) og kartöflusalat með hvítlauk og ólívuolíu frá Tar. Síðan sjávarréttapasta og fiskur í aðalrétt. Með þessu þykir fínt að drekka hvítvínið Malvazija frá Porec.