Hér er hugmynd fyrir stórfjölskylduna eða vinahópinn. - Vikusigling um Dalmatíueyjar Króatíu á þægilegum bát með "skipstjóra". Stórbrotin náttúra, höfrungar að leik, gömul þorp.... það verður vart betra! Í leiðinni er hægt að læra um bora - norðaustanvindinn sem blásið getur fyrirvaralaust og getur verið viðsjárverður fyrir sjófarendur og einnig hinn heita mistral vind.
Í greininni New Horizons af vefsíðu The Guardian segir Tim Ecott af siglingu sinni með fjölskyldunni um Dalmatíueyjar Króatíu. Lagt var upp frá Marina Kastela (um 20 mín. akstur frá flugvellinum í Split) og siglt m.a. til eyjanna Komiza, Hvar, Vis og Solta.
Leigður var bátur frá www.sailcroatia.net með skipstjóranum Bane sem reyndist fjölskyldunni afar vel, ekki síst börnunum tveimur sem voru með í ferðinni. Áhugaverð grein fyrir þá sem vilja gera eitthvað "öðruvísi".