Bill Bryson er eflaust mörgum að góðu kunnur fyrir ferðabækur sínar. Ef til vill leynast þó ennþá einhvers staðar þeir sem ekki hafa heyrt hann nefndan né lesið eftir hann bækur og er þá einfaldlega ástæða til að hvetja til þess!
Bækur hans eru engar venjulegar ferðahandbækur. Bryson er afar góður stílisti/rithöfundur og býður lesandanum upp á leiftrandi innsæi og sjónarhorn sem fáum öðrum er gefið.
Hann lítur hlutina oftast öðrum augum en aðrir og setur þá í nýtt samhengi. Kaldhæðni hans, húmor og orðsnilld fær lesandann oft og tíðum til að veltast um af hlátri og hárbeitt gagnrýni hans á ýmsa staði verður í raun markvissari um leið og honum fyrirgefst gagnrýnin vegna orðsnilldarinnar.
Vefsíða: http://www.randomhouse.com/features/billbryson/ - Þar má lesa ýmsar upplýsingar um höfundinn, skoða útdrætti og jafnvel valda kafla úr bókum hans o.fl.
Dæmi um bækur eftir Bill Bryson sem Ferðalangur hefur komist í tæri við: