Stærsta árlega "partý" eða hátíð í Evrópu er án efa Oktoberfest í München sem árlega dregur að sér um 6 milljón gesti og hefur verið haldin í 172 ár. Hátíðin í ár hefst þann 17. september og endar 3. október.
Árið 1810 kvæntist Ludwig prins af Bæjaralandi Therese nokkurri prinsessu og borgarbúum í München var boðið til mikillar hátíðar. Henni var valinn staður á svæði utan borgarhliðsins sem síðan hefur verið nefnt í höfuðið á prinsessunni, Theresienwiese. Borgarbúar kalla svæðið hins vegar einfaldlega "Wies'n". Hátíðahöldin tókust svo vel að ákveðið var að gera þetta að árvissum viðburði...
Það er ekki hlaupið að því að finna gistingu í München og nágrenni á meðan hátíðahöldin standa yfir og sum hótel eru uppbókuð heilt ár fram í tímann. Þurfa því sumir að láta sér nægja að dvelja utan við München og í versta falli að gera sér að góðu aðra bjórhátíð sem haldin er í Stuttgart (um 2ja klst. akstur frá München) og heitir Cannstatter Volksfest og fer fram 24. september - 9. október.
Ferðamálaráð München
www.muenchen.de
Oktoberfest München
www.oktoberfest.de
Bjórhátíðin í Stuttgart
http://www.stuttgart-tourist.de/english/stuttgart/festivals/beerfestival.html
Gisting í München
Sjá hótelvef Ferðalangs - hotelvefurinn.net - Þýskaland.