Ferðalangar, sem hafa áhuga á að ferðast um Bretland, eru hvattir til að skoða greinina The top 50 for under £50 af vefsíðu Guardian Unlimited. Þar má sjá fimmtíu valda gististaði, B&B, gistiheimili og hótel - sem eiga það sameiginlegt að kosta undir £50 á mann. Þar af kosta tíu þeirra £30 eða minna. Sum þeirra gætu kostað meira yfir háannatímann, en utan hans ætti þetta verð að standa.