Hversu breitt bil er á milli sætaraða hjá helstu flugfélögum Evrópu? Hægt er að forvitnast um það á vefsíðunni Skytrax.
Samkvæmt upplýsingum frá Skytrax, er 31 tomma á milli sætaraða bæði hjá Icelandair og Iceland Express, 30 tommur hjá Ryanair og 29 hjá EasyJet svo dæmi séu tekin. Ef margfaldað er með 2.5 fæst bilið í sentimetrum. Hægt er að fletta upp fleiri evrópskum flugfélögum sem og flugfélögum í öðrum heimsálfum.
Á sömu vefsíðu er að finna ýmsar aðrar upplýsingar um flugfélög, t.d. umsagnir farþega í kaflanum Airlines - Passenger opinions þar sem íslensku flugfélögin koma við sögu. Einnig upplýsingar og umsagnir um flugvelli og margt fleira.