Hvað skyldu Mussolini, fiðlusmiðurinn Gasparo og fyrrum tannlæknir Rússakeisara eiga sameiginlegt? - Jú, allir dvöldu þeir um tíma við Gardavatn - þennan sérstaka unaðsreit á Norður-Ítalíu sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur.
Ef siglt er á milli þorpanna við Gardavatnið má meðal annars heimsækja Salò þar sem Mussolini réð ríkjum eftir að hann flúði frá Róm 1944 ásamt ástskonu sinni Clöru Petacci. Í Salò var einnig fyrsta fiðlan var smíðuð af Gasparo da Salò. Síðan má koma við í Gardone Riviera neð fallegu görðunum eftir Arturo Hruska sem eitt sinn var tannlæknir Rússakeisara og Sirmione þar sem kastalinn Rocca Scaligera setur mark sitt á staðinn og þar sem hægt er að fá einn besta ís sem Ferðalangur hefur nokkru sinni smakkað!
Gisting
Hótel við Gardavatnið og aðrir fjölbreyttir gistimöguleikar