Í framhaldi af smá pistli um farangur og pökkun, barst Ferðalangi býsna góð ábending frá einum lesanda.
"Set skyrtur, blússur og eiginlega allt sem hægt er að hengja upp á vírherðatré og plastið sem kemur úr hreinsuninni utan yfir og brýt þetta í tvennt. Svo þegar komið er á ákvörðunarstað er maður nokkuð fljótur að taka upp úr töskum því fötin á herðatrjánum eru hengd beint inn í skáp."
Ef fleiri luma á góðum ráðum/ábendingum eru þau sannarlega vel þegin!