Í Feneyjum er verið að undirbúa hið árlega karnival sem fram fer seinni hluta febrúarmánaðar. Grímur eru órjúfanlegur hluti þess og enn má finna grímugerðarmenn (mascareri) af gamla skólanum. Einn slíkur, Dall'Osto hefur vinnustofu sína nálægt San Toma bátabiðstöðinni - Tragicomica þar sem hægt er að fá grímur og fullkomin gervi fyrir allt að 4000 evrur. Það tekur marga tíma að fullgera eina grímu og ekki skrítið að verðið sé hátt.
Annar grímugerðarmaður, Guerrino Lovato, er með vinnustofu sína nálægt Campo Santa Margherita við Rio Tera Canal, Dorsoduro 3063. Sú vinnustofa heitir Mondonovo Maschere. Hann er m.a. þekktur fyrir að hafa búið til um 80 grímur fyrir myndina Eyes Wide Shut eftir Stanley Kubrick.
Grímur voru einkar vinsælar á 18. öld og ekki óalgengt að fólk bæri þær árið um kring. "Man is least himself when he talks in his own person. Give him a mask and he will tell you the truth" er haft eftir Oscar Wilde...
[Heimild: Venice: Carnevale Masks, New York Times.]
[Mynd: Veniceshop.it]