Það tekur einungis hálftíma að ferðast með nýlegri hraðlest frá Madrid til borgarinnar Toledo sem liggur eina 70 km suður af Madrid.
Borgin stendur á kletti í 529 m hæð yfir sjávarmáli og er nánast umkringd fljótinu Tajo. Sagt er að fáar spænskar borgir gefi jafn glöggan vitnisburð um fjölbreytileika spænskrar menningar og byggingarlistar eins og Toledo og í gamla miðbæ borgarinnar er að finna yfir eitt hundrað söguleg minnismerki frá ýmsum tímum. Það er ekki að undra þegar haft er í huga að íbúar borgarinnar hafa í gegnum tíðina aðhyllst þrenns konar mismunandi trúarbrögð og í kringum þau hefur skapast fjölbreytileg menning og mannlíf.
Toledo komst á heimsminjaskrá UNESCO árið 1987.