Norðurhluti Króatíu og höfuðborgin Zagreb verða stundum útundan í umfjöllun um Króatíu. Greinin Northern Croatia: Castles, Character and Wine eftir Kent E. St. John segir frá ferð höfundar til Zagreb og nærliggjandi héraða s.s. héraðsins Slavoniu.
Hann kemur víða við og nefnir m.a. Hravatko Zagorje, héraðið þar sem Josip Broz, öðru nafni Tito, fyrrum Júgóslavíuforseti, fæddist. Einnig kemur höfundur við í bænum Samobor, rétt hjá Zagreb, í borginni Varazdin og í bæjunum Pozewga og Kutjevo í Slavoniu.
Skemmtileg lesning fyrir þá sem hyggja á ferð til Króatíu og vilja sjá eitthvað meira en fjölsóttustu ferðamannastaðina!
Gisting
Hótel í Zagreb
Hótel í Króatíu og fjölbreyttir gistimögueikar
Ferðamálaráð Króatíu
www.croatia.hr