Það hefur ekki mikið breyst á Amalfi ströndinni í hundruðir ára. Ströndin sjálf er um 50 km löng og nær frá Sorrento til Salerno. Þarna má sjá palla fyrir sítrónutré grafna inn í fjallshlíðarnar og brattinn er hreinlega of mikill til að bæta miklu við. Húsin í þorpunum standa líka of þétt til þess að pláss sé fyrir "corporate culture" - sem betur fer.
Á Amalfi eru hótelin meðal þeirra fallegustu og rómantískustu á Ítalíu. Þau standa oft í fallegum þorpum eða í gömlum miðaldaklaustrum og hafa jafnvel verið í eigu sömu ættarinnar í marga ættliði. Eins og áður fyrr, þá er orðið ódýrt ekki til í Amalfi orðabókinni.