Til eru þeir sem vilja sameina það að dvelja erlendis, gjarnan við framandi aðstæður og láta um leið eitthvað gott af sér leiða. Því fylgir margvísleg lífsreynsla og oftar en ekki er það afar góð leið til að kynnast menningu viðkomandi dvalarstaðar.
Áður en slík ferð er farin, þarf þó að íhuga vel hvort fólk er í líkamlegu og andlegu ástandi til að takast e.t.v. á við erfiðar ferðir, framandi og nýtt umhverfi og aðstæður.
Hér heima er m.a. hægt að leita til Veraldarvina og http://www.aus.is/ og fá upplýsingar um sjálfboðaliðastörf erlendis.
Einnig er til fjöldi erlendra samtaka sem sjá um sjálfboðaliðastörf í ýmsum löndum eða eru n.k. regnhlífarsamtök margra smærri samtaka víða um veröldina.
- Action Without Borders
Samtök sem veita upplýsingar um tækifæri til sjálfboðaliðastarfa um víða veröld. Þar er listi yfir "non-profit" samtök í 165 löndum. - Earthwatch
Tengjast umhverfisvernd o.fl. - Global Volunteers
Sjálfboðaliðastörf í 6 heimsálfum. - Cross-cultural Solutions
Hér fyrir neðan eru síðan taldar upp vefsíður sem bjóða upp á störf fyrir sjálfboðaliða án þess að til komi verulegur kostnaður. Vefsíðurnar byggja ekki eingöngu á hugsjónastarfi heldur einnig á þörf einstaklinga/bóndabýla/lítilla fyrirtækja fyrir aðstoð um lengri eða skemmri tíma.
- Workaway
Stofnað 2009. Vinna í nokkra tíma á dag í skiptum fyrir fæði og húsnæði. Möguleikar í öllum heimsálfum.
- WWOOF - World Wide Opportunities on Organic Farms
Stofnað 1971. N.k. regnhlífarsamtök landssamtaka en einnig einstakra bændabýla utan landa sem ekki hafa landssamtök. Hér bjóðast tækifæri til að vinna sem sjálfboðaliði við lífrænan landbúnað. Fyrir 6 stundir á dag, sex daga vikunnar geturðu fengið frítt fæði og húsnæði í allt að 90 löndum. - Help Exchange
Stofnað 2001. Virkar nokkuð svipað og WWOOF í 90 löndum. Vinna í landbúnaði, heimagistingu, á farfuglaheimilum og á bátum svo eitthvað sé nefnt. - GrowFood.org
Stofnað 2001 (non-profit). Hægt að dvelja á bændabýlum um lengri eða skemmri tíma. Flest býlin eru í Bandaríkjunum en þó eru mörg önnur lönd í boði.