Caprí er nokkurs konar "eftirréttur" Amalfistrandarinnar. Eyjan var á meðal fyrstu þekktu ferðamannastaða heims og festi sig endanlega í sessi þegar hinn litríki hellir Blue Grotto fannst árið 1826.
Segja má að Capri hafi oft skipt um "persónuleika" í gegnum tíðina. Í dag er andrúmsloftið ennþá svolítið "glamúrlegt" en ekki eins opinskátt og áður. Umhverfi Caprí er þó eins töfrandi og áður - Faraglioni klettarnir sem rísa brattir upp úr sjónum, hin miðaldalegi bær Certosa, glitrandi sjávarhellar og ein af villum Tíberíusar keisara, Villa Jovis, sem er ein af tólf sem hann lét byggja þegar Caprí var hinn raunverulegi höfuðstaður rómverska keisaradæmisins.
Svo er það hinn örmjói stígur sem hægt er að taka upp að Anacapri til að sjá hina ótrúlega fallegu garða í kringum Villa San Michele (í eigu Axel Munthe's) og kirkjuna sem einnig er kenndi við San Michele með gólfinu fallega með myndum af Adam og Evu í Paradís... sem gæti auðvitað verið Caprí.
Á sumrin er eyjan í raun fangi eigin sjarma. Ferðamenn koma gjarnan í dagsferð til Caprí og þá getur troðningurinn um strætin orðið ansi mikill og einnig á La Piazzetta sem er nánast eins og stofan á Caprí.
Til þess að fá einhverja raunverulega tilfinningu fyrir eyjunni er mönnum ráðlagt að taka bankalán og dvelja þar um hríð. Njóta þess þegar dagur líður að kvöldi, ferðamenn flestir horfnir og fuglarnir byrja að syngja í kvöldhúminu. Þá eru allar líkur á að menn uppgötvi það sem þúsundir annarra hafa uppgötvað á undan.... að flestir aðrir viðkomustaðir hverfa alveg í skuggann ....
Ekki missa af:
Stólalyftunni upp á Monte Solaro til að sjá yfir alla Caprí og Napolíflóann!
Hvar á að borða?
Hér er klassísk tillaga: Byrja með sundspretti í Marina Piccola og fá sér síðan hádegisverð í Le Canzone del Mare. Staðurinn var n.k. innblástur fyrir lag Noels Cowards "A Bar on the Piccola Marina". Og þegar dagsferðamennirnir eru horfnir er upplagt að slást í hópinn með íbúunum á La Piazzetta fyrir "aperitivo" - fordrykk. Og til að fá snert af andrúmslofti fyrri tíma er upplagt að borða á Quisi veitingastaðnum á Quisiana.
La Capannina rétt við La Piazzetta hefur löngum verið viðkomustaður fræga fólksins síðan 1931 og loks má nefna La Gemma þar sem Graham Green borðaði stundum, í grennd við dómkirkjuna. Þar er einnig hægt að fá pizzu.