A Brasileira heitir staður í Lissabon sem rithöfundar og listamenn sóttu gjarnan fyrir um 100 árum síðan. A Brasileira er einn besti staðurinn til að verða vitni að því þegar borgin vaknar til lífsins á morgnana. Staðurinn liggur milli hins líflega Bairro Alto og Chiado verslunarhverfisins. Fáið ykkur "croissant" með skinku, heitt kakó eða bica (portúgalskt espresso) og setjist niður fyrir utan.
A Brasileira, Rua Garrett 120.
Opið daglega frá kl. 8 - 14:00.
Hádegismatur
Bica do Sapato býður afskaplega fallegt útsýni og ekki sakar að John Malkovich á hlut í veitingastaðnum. Hægt er að fá portúgalskt andarpæ, steiktan smokkfisk, þorsk með svörtum ólívum og ýmislegt annað sjávarkyns.
Bica do Sapato, Avenida Infante D Henrique, Armazém B Cais da Pedra a Santa Apolónia.
Lokað sunnudaga og í hádeginu á mánudögum.
Antiga Confeitaria de Belém
Ekki er hægt að koma til Lissabon án þess að smakka heitar pastéis de Belém sem er þekkt um allt Portúgal. Þessar kökur urðu til á þessum sama stað og hafa verið búnar til eftir leynilegri uppskrift síðan 1837. Stráið kanil yfir og njótið.
Antiga Confeitaria de Belém, Rua de Belém 84-92.
Opið daglega kl. 8 - 23.
Kvöldverður
Eleven heitir veitingastaður sem finna má í Michelin 2006 og er eina Michelin stjarna Lissabon. Kokkurinn þar, Joachim Koerper, býður upp á dýrlega rétti úr túnfiski með sesam, mango chutney og wasabi vinaigrette og margt fleira. Þetta er matreiðslukúnst sem Lissabon hefur ekki séð lengi...
Eleven, Rua Marques de Fronteira, Jardim Amália Rodrigues.
Lokað á sunnudögum og mánudögum.