Ferðalangur fær gjarnan fyrirspurnir um hvar sé að finna ódýra gistingu rétt hjá London Stansted flugvelli.
Áður hefur verið bent á Hightrees og nú hefur borist prýðis ábending um aðra gistingu á Church Hall Farm hjá Tony og Jan Wildman í 3ja mílna fjarlægð frá Stansted. Hægt er að fá ferðir til og frá flugvelli og sem dæmi um verð kostar eins manns herbergi frá 40 pundum nóttin, 2ja manna frá 60 pundum. Netfang: bnb@church-hall-farm.co.uk.