Sagt er að í himnaríki séu Ítalir annað hvort kokkarnir, elskhugarnir eða skemmtikraftarnir og Þjóðverjar vélvirkjar eða skipuleggjendur. Í Helvíti snúast hlutverkin við - Þjóðverjar eru ýmist í hlutverki lögreglu eða skemmtikrafta og Ítalirnir skipuleggja...
Á þessa leið hefst grein af vefsíðu Washington Post sem nefnist Bolzano: German or Italian? Yes. Borgin Bolzano (ca. 100.000 íb.) er nefnilega einkennilega staðsett - miðja vegu milli ítölsku Dólómítanna og Tíról þeirra Austurríkismanna og þar er fyrsta tungumálið þýska. Í Bolzano getur ferðalangurinn snætt pasta en um leið reitt sig á að almenningsvagnar gangi á tilsettum tíma...
Meira um Bolzano í þessari ágætu grein hér að ofan.