Það er af nógu af taka þegar velja á dagsferð frá London. Má þar nefna Bath og Stonehenge, Windsor kastala, Cliveden, Blenheim höll, Stratford-upon-Avon, Brighton og fleiri staði sem auðvelt er að heimsækja með lest.
Á vefsíðu Fodors.com er skemmtileg lesning um fjóra dagsferðarmöguleika til viðbótar, Day Trips from London, þ.e. Cambridge, Oxford, Salisbury og York.