Ferðalangur fékk skemmtilega ábendingu um litla heimagistingu skammt frá bænum Sens sur Seille í suð-austurhluta Bourgogne-héraðs sem bresk hjón reka, þau Carolyn og John Scallan sem hér sjást á myndinni í garði sínum.
Á heimasíðu þeirra, http://www.bandb-burgundy.com/, eru upplýsingar m.a. á íslensku. Boðið er upp á "gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum. Morgunverður fylgir gistingunni. Herbergin eru öll með góðri baðaðstöðu, sturtu og klósetti. Allt er mjög heimilslegt. Gestir hafa aðgang að stofum húsins og notalegum garði. Ef menn vilja bjóða Scallan hjónin upp á ríkulegan fjórréttaðan kvöldverð. Þá njóta menn rétta héraðsins, osta og vína. " (Orðrétt af heimasíðu).