Sumir kunna að halda að það sé hægt að komast yfir Wales á einum degi, en fátt er fjær sanni.
Wales er land kastalanna þar sem meira en 400 rammgerð virki gleðja þá sem áhuga hafa á sögu og gömlum minjum.
Harlech kastali, Norður-Wales
Þessi kastali (sjá mynd) er hrein uppspretta þjóðsagna, ljóða og söngva enda orðinn meira en sjö alda gamall. Hann var upphaflega byggður af Edward I til ð bæla niður uppreisnagjarna Walesbúa. Kastalinn gnæfir yfir litla strandbæinn Harlech, í 12 mílur suður af Porthmadog. Kastalarústirnar sjást víða að og eru afskaplega dramatískar eins og raunar saga kastalans.
Powis kastali í miðhluta Wales
Powis kastali hefur verið í notkun síðan á 13. öld og þykir einn af glæsilegustu köstulum Bretlands. Garðarnir þar eru ekki síður frægir. Kastalinn stendur á hæð og glöggt má greina bæði ítölsk og frönsk áhrif í görðunum miklu umhverfis kastalann.
Cardiff kastali, Suður-Wales
Cardiff kastali stendur í Bute Park í Cardiff borg sem jafnframt er höfuðstaður Wales. Staðurinn á rætur að rekja til tíma Rómverja, Normanna og Viktoríutímabilsins. Sjá www.cardiffcastle.com.
Conwy kastali, Norður- Wales
Þessi kastali var einnig reistur af Edward I milli 1283 - 1287. Hann hefur marga turna og þykir varðveita einna best andrúmsloft miðalda af þeim köstulum sem Edward I lét byggja. Kastalinn er á heimsminjaskrá UNESCO ásamt borgarmúrum Conwy bæjar. Kastalinn er þaklaus en samt er hægt að heimsækja hann og gefa ímyndunaraflinu lausann tauminn.
[Lauslega þýtt úr greininni Castles of Wales af vefsíðu Fodors.com]