Það er ekkert grín að heimsækja Pompei og þær stórmerkilegu gömlu borgarrústir sem þar er að finna.
Strax um hálf níu leytið að morgni er aðalhliðið Porta Marina fullt af fólki. Og fyrir innan má sjá um 163 ekrur af rústum sem hafa nánast ótrúlega sögulega þýðingu.
Daglegt líf
Fjöldi merkra bygginga í Pompei er ómetanlegur, sem og mósaikið og veggmyndir sem varðveist hafa. Arkitektúrinn þar og listir voru partur af blómlegum bæ þar sem um 20.000 manns bjuggu, stunduðu verslun og viðskipti, átu, drukku, tilbáðu sína guði og sóttu vændishús.
Ummerkin um þetta daglega líf eru alls staðar og hafa varðveist í um 2000 ár undir mörgum metrum af mold og aur eftir að Vesúvíus gaus þann 24. ágúst árið 79 eftir Krist. Við strætin fornu standa barir og búðir og ef gengið er inn í byggingarnar má sjá kalkmyndir, garða, brunna og eldhús eins og þau voru þegar eldfjallið gaus.
"Take-away"
Þetta er eiginlega stórfurðulegt allt saman, ekki síst hversu margt var líkt okkar daglega lífi í dag s.s. sú staðreynd að Pompeii bauð upp á 89 "take-away" matsölustaði. Hins vegar myndum við líklega ekki mála stóra reðurmynd á verönd einbýlishúss í dag!
Ímyndunarafliðí farteskinu
Saga Pompei er saga fólks, ekki bara steina og þess vegna er um að gera að taka með sér stóran skammt af ímyndunarafli og hafa tímann fyrir sér þegar rölt er um borgina. Aðeins þannig er hægt að njóta hennar til fulls.
Mælt er með að gefa sér um sex klukkustundir til að skoða hana sem mest og best.
Hvar á að byrja?
Byrjið við aðalhliðið, Porta Marina. Það er handan við járnbrautarstöðina sem tengir Pompei dagsins í dag við Napólí og Sorrento og eini staðurinn þar sem hægt er að ná í "audio-guide" sem er afar góð fjárfesting!
Gönguskór og vatn
Góðir gönguskór eru nauðsynlegir og flaska af vatni sömuleiðis. Mat er hins vegar hægt að kaupa í "self-service" kaffiteríu á staðnum.
Eitt í viðbót - þegar þú ert einu sinni kominn inn, þá er ekki hægt að fara út og koma aftur án þess að borga. Og sumar byggingarnar eru e.t.v. lokaðar. Maður veit aldrei á hverju er von né afhverju.... - þú ert nefnilega á Ítalíu...
Fjölbreytt gisting í nágrenni Pompei
[Byggt á greininni The Smart Guide to Pompei af vefsíðu Times Online)