"Hvað á ég eiginlega að gefa í þjórfé?" Þetta er býsna algeng spurning hjá íslenskum ferðalöngum og hefur raunar aðeins verið fjallað um þetta áður á síðum Ferðalangs.
Á ferðavef Fodors.com er grein sem ber heitið A Foodie's Guide to Tipping in Europe. Greinin gefur góða hugmynd um viðmiðun í mörgum Evrópulöndum s.s. í Austurríki, Tékklandi, Englandi, Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og fleiri löndum.