Þú ert stödd/staddur á Ítalíu og ætlar aldeilis að taka til matar þíns. Hefur enda heyrt að hvergi sé betra að borða en á Ítalíu. En hver er munurinn á ristorante, trattoria, osteria, tavola calda, paninoteca, enoteca o.s.frv.?
Allt eru þetta staðir þar sem hægt er kaupa ýmislegt matarkyns en þó er munur á því hvers konar matur er seldur og hvernig hann er fram borinn.
Ristorante
Ítalskir ristoranti (fleirtala) eru eins mismunandi og landslagið á Ítalíu. Sumir tilheyra þekktum kokkum sem sérhæfa sig í nýstárlegum réttum og óvenjulegum. Aðrir eru einfaldir og bjóða hefðbundna rétti héraðsins. Á ristorante er prentaður matseðill og vínlisti.
Continue reading "Ristorante, trattoria, osteria.... Hver er munurinn?" »