Hvernig geturðu reynt að léttast í fríinu?
1. Slepptu matnum um borð í flugvélinni. Það er gott að hafa með sér grófa samloku og ávaxtastöng (nutrition bar), jafnvel ávexti. Drekktu nóg vatn. Það er líka staðreynd að manni líður betur af slíku fæði en flugvélafæðinu!
2. Skyndibitafæði er alveg bannað, eins og McDonald, Burger King og hvað það nú heitir. Notaðu fríið til að smakka á því sem "innfæddir" borða.
3. Besta ráðið til að fá tilfinningu fyrir nýjum stað er að ganga út um allt. Hugsaðu þér allar kaloríurnar sem hægt er að brenna með því móti! Sleppa leigubílnum, neðanjarðarlestinni eða sporvagninum og ganga í staðinn.
4. Það er allt í þessu fína að fá þér glæsilegan eftirrétt... nema því aðeins að þú hafir líka pantað glæsilegan aðalrétt :-). Prófaðu að verðlauna þig einu sinni á dag sem einhverju smáræði.
5. Reyndu að borða frekar vel í hádeginu (það er líka mun ódýrara!) og snæða létta máltíð á kvöldin.
6. Hafirðu splæst á þig góðu hóteli, er ekki ólíklegt að þar sé að finna líkamsræktaraðstöðu. Nýttu þér hana.