Ný og skemmtileg síða hefur bæst við í vefflóruna um London sem heitir http://www.superhighstreet.com/. Þar er hægt að rölta um ýmsar götur í London, s.s. Oxford Street, Portobello Road og George Street í Richmond Upon Thames í Surrey - úr sófanum heima. Einnig er fljótlega von á Fifth Avenue í New York!
Hægt er að virða fyrir sér framhliðar búðanna, smella á dyr þeirra og þá er komið inn á vefsíðu þeirra. Stórsniðug hugmynd hjá aðstandendum www.superhighstreet.com.