Borgin Bologna í héraðinu Emilia-Romagna á Ítalíu var valin menningarborg Evrópu árið 2000. Af því tilefni voru 10 milljónir dollara settar í að breya niðurníddu hverfi í norðvesturhluta borgarinnar í listahverfi (ca. 15 mín. ganga frá miðbænum).
Fram að því höfðu nokkrar stórar byggingar staðið ónotaðar í hverfinu, s.s. sláturhús, saltgeymsla og tóbaksgeymsla. Nú er þar hins vegar komin "listaverksmiðja" eða Manifattura delle Arti. Sláturhúsið breyttist í Cineteca, miðstöð kvikmyndarannsókna og viðgerða. Cineteca hýsir m.a. safn tileinkað Charlie Chaplin þar sem Chaplin aðdáendur geta fengið lánaðar DVD myndir og horft á þær frítt á sérstökum skermum í safninu.