Borgin Bologna í héraðinu Emilia-Romagna á Ítalíu var valin menningarborg Evrópu árið 2000. Af því tilefni voru 10 milljónir dollara settar í að breya niðurníddu hverfi í norðvesturhluta borgarinnar í listahverfi (ca. 15 mín. ganga frá miðbænum).
Fram að því höfðu nokkrar stórar byggingar staðið ónotaðar í hverfinu, s.s. sláturhús, saltgeymsla og tóbaksgeymsla. Nú er þar hins vegar komin "listaverksmiðja" eða Manifattura delle Arti. Sláturhúsið breyttist í Cineteca, miðstöð kvikmyndarannsókna og viðgerða. Cineteca hýsir m.a. safn tileinkað Charlie Chaplin þar sem Chaplin aðdáendur geta fengið lánaðar DVD myndir og horft á þær frítt á sérstökum skermum í safninu.
Í saltgeymslunni er komin miðstöð fyrir samkynhneigða, Cassero og í hverfinu umhverfis hafa sprottið upp listagallerí, verslanir sem selja sérhönnuð föt og margt fleira spennandi. Þar er t.d. Galleria Neon sem sýnir verk eftir samtímalistamenn og Metropolis Photogallery sem selur húsgögn og ljósmyndir.
Í hverfinu er barinn Stile Libero þar sem eigendur verslana og safna hittast yfir glasi sem og aðrir gestir og einnig Zo Caffé, skemmtilegur kaffistaður. Til stendur að samtímalistasafn Bolognaborgar, MAMBo (Il Museo d'Arte Moderna di Bologna) flytji inn í gamalt bakarí í hverfinu á komandi mánuðum.
Vert að heimsækja:
- Cineteca - via Azzo Gardino 65
- Galleria Neon - via Zanardi 2/5+
- Metropolis Photogallery - viale Pietro Pietramellara 3/a
Skemmtileg verslun:
Fratelli Broche - via del Rondone 2/e
Næturlíf:
- Cassero - via Don Minzoni 18
- Stile Libero - via delle Lame 108 a/b
- Zo Caffè - via Lodovico Berti 15/b
Byggt á greininni Italy's Newest Arts District Is Born in Bologna af vefsíðu BudgetTravelOnline.