Á vefsíðu Fodors.com er ágæt grein um hvað ber að varast þegar bílar eru teknir á leigu: Rental-Car Rip-Offs.
Þar er m.a. rætt um eftirfarandi:
Afslætti sem hverfa á dularfullan hátt
Gættu þess að prenta út pöntunina þína ef þú pantar í gegnum netið eða láttu senda/faxa hana ef pantað er í gegnum síma. Hafðu hana tiltæka þegar náð er í bílinn.
Að skila bílnum of seint eða of snemma
Vitað er að þegar bíl er skilað of seint, þá þýðir það aukakostnað. Hitt getur líka gerst að ef bíl er skilað of snemma, er hugsanlegt að það þýði líka kostnað ef bíllinn var fenginn á sérstöku tilboði sem miðaðist við ákv. fjölda daga. Það borgar sig að athuga málið hjá bílaleigunni fyrst.
Skoðaðu bílinn vel
Skoðaðu bílinn bæði að utan og innan áður en haldið er af stað. Leitaðu að rispum, dældum o.fl. og skrifaðu hjá þér jafnvel það minnsta. Ferðalangur hefur komist upp á lag með að taka digital myndir af slíku áður en haldið er af stað... - Láttu skrifa niður í samninginn allt slíkt áður en lagt er upp. Annars áttu á hættu að vera rukkuð/aður fyrir það eftir á.
Fylltu á tankinn
Gættu þess að fylla á tankinn áður en þú skilar bílnum, því bílaleigan getur krafið þig um heilmikið aukagjald ef þú gerir það ekki sjálf/ur.
Gættu vel að tryggingum
Ertu það vel tryggð/ur að ekki þurfi að bæta við tryggingum varðandi bílinn? Skoðaðu málið vel. E.t.v. gilda þínar tryggingingar ekki í sumum löndum og önnur lönd krefjast e.t.v. sérstakra trygginga.
Geymdu pappírana
Snjallt er að geyma pappírana varðandi bílaleigubílinn í nokkra mánuði eftir að leigu líkur - til öryggis, jafnvel bensínmiðana líka.
Tilboð
Skoðaðu vel ódýr tilboð - er einhver falinn kostnaður???
Ekki skila bílnum án þess að láta skoða hann
Það er lang öruggast að skila bílnum á þeim tíma sem einhver er við til að skoða hann. Þannig má ræða málin ef vafi leikur á því hvenær rispur/dældir hafa orðið til....