Áhugaverðir gistimöguleikar í Róm og Ancaiano (13 km frá Siena):
Róm - úthverfi
Í úthverfi Rómar, í bænum Isola Farnesi (gamall miðaldabær) er ódýra og fjölskyldurekna hótelið Tempio di Appollo (Appollohofið) sem býður upp á 2 góða veitingastaði og garði sem snýr út að yndislegum dal.
Morgunverðarhlaðborð innifalið í verði. Hótelið er við miðbæjartorgið þaðan sem hægt er að taka strætó á 15 mín. fresti á brautarstöðina ... til að taka lest inn í Róm.
Ancaiano (13 km frá Siena í Toskana)
Poste Regie bed & breakfast er í Ancaiano sem er lítið þop í Toskana héraði. Gistingin er í gamalli byggingu, mjög heillandi. Úr garðinum er yndislegt útsýni yfir sveitir Toskana. Upplagt fyrir afslöppun í þessu fallega héraði. Beatrice Marzola rekur þessa gistiaðstöðu og er fólki innan handar með það sem gaman er að skoða í nágrenninnu.
Fjölbreytt gisting í ítölskum borgum og bæjum - allir verðflokkar