Hvað er til ráða þegar nokkrir ferðast saman og eiga e.t.v á hættu að missa sjónar af ferðafélögunum á fjölförnum stöðum eins og járnbrautarstöðvum eða á fjölförnum götum? Jú -gott er ef a.m.k. einhver er klæddur í töluvert áberandi lit/liti!
Það getur munað miklu að geta leitað að t.d. skærgulum bol, stakk eða öðru - nú eða einhverjum öðrum áberandi lit t.d. rauðum. Eitthvað sem gott er að hafa í huga ekki síst ef börn og unglingar eru með í för!