Þeir sem ætla sér að sækja Feneyjar heim, gætu haft gaman af að líta í verslun sem heitir Color Casa en hún er í San Polo 1990 (s. 041 5242 166). Í henni er hægt að fá afar góða ítalska vefnaðarvöru, töskur, bindi og ýmsa hluti fyrir heimilið.
Það eru þau Giorgio og Sandra sem veita Color Casa forstöðu en verslunin er löngu orðin þekkt fyrir gæði og gott verð!